top of page
Screen Shot 2015-08-12 at 15.36.46.jpg

Drífa Atladótir

Ég er ein af þessum sem fór á byrjendanámskeið í jóga og fann að það var ekki aftur snúið, ég varð ástfangin af jóga. Jógaiðkun hefur veitt mér aðra sýn á lífið, hvað það hefur uppá að bjóða og hvernig ég tekst á við þau verkefni sem það færir mér. Ég lauk kennararéttindum hjá Guðjóni Bergmann árið 2007 og hef verið að kenna síðan. Opnaði Jógastúdíó árið 2010, það sama ár fór ég til Ecuador þar sem ég lagði stund á power/vinyasa jóga og lauk það  öðru kennaranámi.

Árið 2012 útskrifaði ég minn fyrsta jógakennarahóp og hef gert á hverju ári síðan.

Árið 2016 lét ég gamlan draum rætast og fót til Indlands í jógaparadísina Purple Valley þar sem ég iðkaði Ashtanga jóga á hverjum degi. Sem jógakennari finn ég hvað það er nauðsynlegt að huga vel að endurmenntun og hlaða batteríin öðru hvoru.

Árið 2018 fékk ég það tækifæri að kenna jóga í kakó pg jóga retreati í Guatemala sem var bæði mögnuð upplifun og lærdómur í kennslu og iðkun. 

Ég hef verið dugleg að sækja styttri námskeið erlendis sem og hér heima og hef numið af kennurum á borð við Rodney Yee, David Swenson, Shivu Rea, Darma Mittra, Shanti Desai,Saul David Reye, Jimmy Barkan, Sadi Nardini, Larugu Glaser og fleirum.

Sjálf legg ég mesta stund á hatha jæoha og vinyasa flæði og finnst æðislegt að blanda þessum aðferðum saman.

jogastudio.is

DrofnHreidarsMynd_edited.jpg

Dröfn Hreiðarsdóttir

Alþjóðleg jógakennararéttindi RYT-200 og meðlimur í Yoga Alliance.
Markvisst og eflandi jóga er frábær leið til að styrkja líkamann, auka liðleika, þjálfa öndun og úthald og öðlast hugarró.

Hatha Yoga - Jógaflæði öflugra æfinga til að styrkja líkamann - Jógastöður til eflingar huga og líkama - Hugleiðing - Öndunaræfingar - Slökun.

Yin Yoga kennaranám 2018 hjá Rise & Shine sem er alþjóðlega viðurkennt Yoga Alliance nám.

English: Internationally registered yoga teacher RYT200 of Yoga Alliance Association. Hatha-Yoga, Alignment-Oriented Yoga, Spiritually Yoga, Gentle Yoga, Restorative Yoga. Yin Yoga 2018 Yoga Alliance certified teacher training.
 

drofn@msn.com

Einar B. Ísleifsson.jpg

Einar B. Ísleifsson

Jógakennaranám frá Kripalu Center árið 1995. Hef einnig sótt ýmis yoga námskeiða m.a. í Ashtanga yoga.

ebi@simnet.is

Elva_Agnarsdóttir_edited.jpg

Elva Agnarsdóttir

Elva útskrifaðist sem jógakennari árið 2012 frá Jóga-og blómadropaskóla Kristbjargar í Lakhulis og Raja jóga – sem felur í sér alla átta limi jógafræðanna og þar sem hindrunum okkar er umbreytt með kærleika, gleði, innri frið, og heilbrigði. Elva hefur starfað sem hot yoga kennari hjá Reebok Fitness frá árinu 2012.

unnamed.jpeg

Elva Gísladóttir

Elva Gísladóttir lauk 200 tíma jógakennaranàmi hjá Auði Bjarnadóttur í jógasetrinu í apríl 2024. Elva hefur stundað jóga
af og til frá árinu 1997 þegar hún tók sitt fyrsta jóganámskeið í Nepal og nú undanfarin ár í Hreyfingu og Yogashala hér innanlands en einnig á Costa Rica og Bali. Elva hefur að auki mikinn áhuga á alls kyns heilsurækt og útiveru, svo sem fjallahlaupum, skíðum og golfi en einnig núvitund og samkennd í eigin garð.

Yoga by the Sea

Erla Jóhannsdóttir

Erla lauk 200 tíma kennara námi frá Corepower Yoga í San Fransisco sumarið 2019. Corepower Yoga er skráður skóli hjá Yoga Alliance en þar lærði hún fyrst og fremst power vinyasa flæði. Erla er að stíga sín fyrstu skref sem kennari en er búsett á Siglufirði þar sem ekki er mikið framboð af yoga kennslu. Hennar markmið er að breyta því og stefni á að opna yoga stúdíó fyrir Fjallabyggð.

erlayo@gmail.com

IMG_0985.jpeg

Erla Björg Rúnarsdóttir

Erla Björg Rúnarsdóttir útskrifaðist frá Amarayoga stöðinni í Hafnarfirði undir leiðsögn Ástu Maríu Þórarinsdóttur vorið 2020. Námið var 220 tíma nám. Erla hefur einnig lokið þrepum 1, 2 og 3 frá Little Flower yoga í núvitundar- og krakkajóga fyrir börn á aldrinum 3- 18 ára. Erla er grunnskólakennari að mennt og hefur kennt hugleiðslu, slökun og sjálfsstyrkingu á gunnskólastigi.

erlabruna@gmail.com

Yoga by the Sea

Erna Ingudóttir

Ég lauk kennaranámi í Aerial yoga stig 1&2 hjá Devi Kaur og Amöndu Franklín 2015. Og lauk kennaranámi í Hatha yoga hjá Michelle Kaminski,Transformational Yoga School Grikklandi 2016.

ernaingud@gmail.com

Yoga by the Sea

Erna G. Jóhannesdóttir

Erna útskrifaðist 1997 frá Kripalu og kennir í nágrenni Hellu.

Yoga by the Sea

Esther Thor Halldórsdóttir

Jógakennari

Yoga by the Sea

Eva Björg Sigurðardóttir

Eva Björg lauk 200 tíma jógakennaranámi frá Karma Jógastúdíó og Jógaskólanum vorið 2023. Hún hefur síðan þá notað nám sitt til þess að kenna börnum á leikskólaaldri jóga.

Eygló Egilsdóttir.jpg

Eygló Egilsdóttir

2012 ÍAK einkaþjálfari. 2009 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann. 2006 Viðskiptafræðingur BSc. 

Ýmis námskeið frá 2009 í jóga m.a.: Stöðuleiðréttingar (Yoga Shala, Reykjavík), Thai yoga massage /jóganudd (Chang Mai, Thailandi).

 

Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2009. Kennir opna tíma, grunntíma, hóptíma í jóga og jakkafatajóga í fyrirtækjum.

Er auk þess Metabolic þjálfari í Árbæ frá og með ágúst 2013.

eygloegils@gmail.com

Fjóla.jpg

Fjóla Pétursdóttir

Fjóla lauk Kripalujóga kennaranámi frá Kripalu Center for Yoga and Health Bandaríkjunum árið 1998 en áður hafði hún búið á Kripalu í 4 mánuði og tekið námskeiðið Spiritual Lifestyle Training árið 1992-3. Fjóla kennir jóga bæði í Reykjavík (Borgartúni) og Mosfellsbæ (Kærleikssetrinu Mosfellsbæ).

fjolap@gmail.com

Yoga by the Sea

Friederike Berger

Hvers vegna Hugarró? – Kundalini jóga, Sat nam Rasayan núvitundarheilun og Jóga Nidra hafa fært mér tækin og tólin til að öðlast meiri Hugarró eftir ýmis áföll sem lífið bauð upp á. Mín einlæga ósk er að miðla þessari þekkingu áfram og hjálpa öðru fólki.  Ég hef einnig lært áfallamiðað jóga hjá þýskum trauma þerapista og kenni það ásamt Jóga Nidra.

hugarro@hugarro.is

Yoga by the Sea

Freyja Kjartansdóttir

Jógakennari

Friðþóra Arna Sigfúsdóttir_edited.jpg

Friðþóra Arna Sigfúsdóttir

Ég útskrifaðist árið 2012 úr jógakennaranámi Kristbjargar skóla Ljóss og Friðar. Ég hef kennt jóga síðan þá á ýmsum
stöðum sem forfallakennari en í fastri kennslu 3 sinnm í viku í Árbæjarþreki í Árbænum.

bottom of page