

Magnús Árni Skjöld Magnússon
Magnús lauk 200 tíma jógakennaranámi hjá Ástu Maríu Þórarins í Amarayoga vorið 2017. Undanfarin misseri hefur hann aðallega iðkað Ashtanga jóga og leiðir tíma í Amarayoga í Hafnarfirði tvisvar í viku.
María Rún Baldursdóttir
María Rún lauk jógakennaranámi hjá Jógaskóla Om Setursins í október árið 2021. Að námi loknu hóf hún kennslu í Hatha jóga í Om Setrinu og kennir þar enn. Í ágúst 2022 lauk María kennaranámi í Unnata Aerial Yoga undir leiðsögn Michelle Dortignac sem er frumkvöðull á sviði Aerial yoga en María kennir nú einnig Aerial yoga í Om Setrinu.

Margrét Madlen Sigurðardóttir
Margrét Madlen Sigurðardóttir, fæðingarnafnið (Magdolna Holbusz) Lauk jógakennaranámi á Light Yoga Warriors ízlandi og í Guatemala, hef stundað jóga reglulega í fimm ár, eftir að ég útskrifaðist frá jógakennaranum fór ég að kafa dýpra í jóga og andlegan og heilbrigðan lífsstíl við Ferðaðist um Balí með jógakennarafélagi í Ungverjalandi meistaranám Vaishnava háskólans, og er í tvö ár æfa kickbox í Mjölni MMA á Íslandi
Margrét Lillian Skúladóttir
Útskrifaðist frá Jógakennaraskóla Kristbjargar útskrifaðist 2003 Meðgöngujógakennari Seattle Holistic Center 2006 Kundalini jógakennari 3HO New Mexico 2006 5 Rhythms dansnámskeið.
Kenni Yoga með Maggý í Mecca Spa Nýbýlavegi 24, 200 Kópavogi. Áhugamál Fjallganga, dans, heilsufæði og jóga. Áhersla í kennslu: Öndun, líkamsvitund og slökun. Anda finna sleppa slaka og njóta.
María S. Holm Halldórsdóttir
Útskrifaðist sem jógakennari í júlí 2012 frá Jimmy Barkan, stofnanda The Barkan Method of Hot Yoga, Florida, USA. Í október 2012 lauk ég réttindum til að kenna Level II/III Hot Vinyasa, hja Jimmy Barkan. Sumarið 2014 tók ég 200 tíma kennsluréttindi hjá Maty Ezraty, YogaWorks, New York, USA. Kennaranámið hjá Maty er bræðingur af Ashtanga og Iyengar. Kenndi bæði Heitt og hefðbundið jóga hjá World Class frá ágúst 2012 til mars 2015. Hóf störf hjá Sólum, Fiskislóð, Granda í apríl 2015.
María Magdalena Birgisdóttir Olsen JKFÍ-RYT-500
Lauk Hatha Yoga kennaranámi frá Yoga studio, Hátúni 6, í Reykjavík árið 1997. Kennarinn minn var Ásmundur Gunnlaugsson og Yoga Shanti Desai . Á vormánuðum 2016 útskrifaðist ég sem 500 klst. Yoga kennari frá Ástu Maríu Þórarinsdóttur í Amarayaoga. Kenni ég yoga í Reykjanesbæ og er staðsett með mína yoga stöð, Namaste Yoga (http://namasteyoga.is/) á Njarðarvöllum 14, 260 Reykjanesbæ.
Einnig er ég Foam-Flex og trigger punkta kennari að mennt. Er að læra Heilun. Hef kennt á ýmsum stöðum t.d Sólbaðs-og líkamsræktarstöðinni Perlunni í Keflavík og Púlsinum í Sandgerði hér áður fyrr. Er einnig að kenna á þó nokkrum vinnustöðum svokallað vinnustaða Yoga. Ég legg mikla áherslu á að fá einstaklinga til mín með t.d gigt og stoðkerfisvandamálí svokallað stóla-Yoga, einnig fólk sem er að fara út á vinnumarkað aftur eftir hlé og þá í samstarfi við Samvinnu. Er að víkka úr sjóndeildarhringinn og í samstarfi við ferðaþjónustuna eru Yoga ferðir út í heim og hér heima alltaf að aukast. Hef mikinn áhuga á öllu sem tengist heilsu.
Matthildur Sigríður Jónsd Auðard
Árið 2016 lauk ég jóga námi hjá Ástu í Yogavin ásamt jógatímum hjá Maríu í Namaste Yoga Ég á þrjú börn og eina kisu. Yndisleg systkin og foreldra sem styðja við bak mitt þegar þarf. Stunda jóga iðkun hjá Maríu Magdalenu og er hún minn besti kennari
Nanna Hlín Skúladóttir
Ég lauk 270 tíma yogakennara námi hjá Ástu í Yogavin 2018. Nidra kennararéttindum 2018, hjá Matsyendra Saraswati.
Krakkayoga kennararéttindum frá Little flower Yoga, 2019. Yin Yoga kennararéttindum 2019, hjá Alice Riccardi.
Roll Model® Method Training, kennsluréttindum 2021, hjá Sigrúnu Haraldsdóttur. Pranayama kennararéttindum 2022, hjá Matsyendra Saraswati. Anatomy Trains in Structure and Function 2022, hjá Tom Myers. Ég hef verið með námskeið í Yogavin og hjá Happy hips ásamt því að leiða tíma í Yogasmiðjunni og Jógastúdíó.
Nicole Keller
Nicole Keller er yogakennari og jarðefnafræðingur með ástríðu fyrir eldfjöllum og öllum undrum náttúrunnar. Hún lærði og vann sem visindamaður í ýmsum háskólum, erlendis og á Íslandi, í tæpa 2 áratugi og hefur starfað á sviði loftlagsmála hjá Umhverfisstofnun frá 2016. Hún hefur stundað yoga síðan 2005 og lauk yogakennaranámi hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin vorið 2022, og hefur verið með námskeið í Yogavin. Hún hefur stundað vipassana hugleiðslu frá 2018 og er í hugleiðslukennaranámi hjá Jack Kornfield og Tara Brach. Hún hefur setið kyrrðarvökur hér heima á vegum Félags um vipassana hugleiðslu og í Gaia House í Englandi. Í yogaiðkun sinni leggur hún áherslu á tengsl á milli líkamans, sálarinnar og umheimsins og skapar öruggt og traust rými fyrir iðkendur til að rannsaka og dýpka þessi tengsl.
Nílsína Larsen Einarsdóttir
Nílla L. Einarsdóttir er með menntun í Hatha jóga frá Jógasetrinu, Yin, Restorative og Stólajóga frá Karma jógastúdíó, þrjú stig í jóga Nidra og jógaþerapíu frá Amrit Yoga Institute hjá Kamini Desai, ásamt því hefur hún lært hvernig er hægt að styðjast við áfallamiðaðar nálganir í gegnum jóga. Nílla er með meistaragráðu í uppeldis-og menntunarfræðum og hef starfað á vettvangi frítímans til fjölda ára, við að stuðla að og skapa fjölbreytt tækifæri til að virkja og valdefla ungt fólk. Hún hefur rannsakað hvernig hægt er að efla félagsfærni í gegnum leiklist og hvaða þættir það eru sem skapa seiglu og þrautseigju í erfiðum aðstæðum. Sjálf hefur hún iðkað jóga til fjölda ára og upplifað á eigin skinni, á sinni vegferð hversu magnað jóga getur verið til þess að takast á við tilveruna. Hún leggur áherslu á hæglæti, mýkt og mildi í sinni kennslu, til þess að vinna djúpt með taugakerfið, tengjast andardrættinum og slaka á, inn í það sem er. Hún er afskaplegaáhugasöm um hvernig hægt er að nota jóga sem verkfæri og aðferð til þess að vinna bug á streitu, þreytu, áföllum og kvíða, í þeim tilgangi að efla vellíðan.
Ólafía Wium
Tók fyrst kennararéttindi hjá Ástu Arnarsdóttir, frá Yogavin 2014-15, Hatha jóga kennaranám hjá Louise Sears frá Yoga Arts á Ubud á Bali árið 2018. Hefur einnig kennararéttindi í Yoga Nidra, hjá Matsyendra Sarasvati, frá MangalaM Yoga and Meditation í Amsterdam. (Satyananda Yoga Nidra).